4.12.2008 | 10:13
Jólin Hennar Ömmu 33 snún. mono SG-24
Ég var að skoða vinil plötur ,og fann eina af minum uppáhalds jólaplötum. þessi plata er ólik öðrum jólaplötum sem út hafa komið .Hópur barna kemur i heimsókntil ömmu um jólin og gerist þar margt skemmtilegt,það er ekki aðeins að börnin syngja fyrir ömmu skemmtileg jólalög,heldurlika barnasálmaog jólasálmana og þar kemur reyndar pabbi við sögu,þvi hann syngur jólasálmana með börnunum.Amma seigir jólasögur frá þvi í gamla daga og fléttað inni frá sögn hennar góðkunnu kvæðum Jóhannesar úr Kötlum um jólasveinana,jólaköttinn að ógleymdum Grýlu og Leppalúða..og einnig fer amma með jólaguðspjallið fyrir fyrir börnin i söguformi, sem á að gera það öllum skiljanlegt.þá kemur jólasveinn við sögu þvi börnin rifja upp fyrir ömmu jólatrésskemmtun sem þau voru á.Efnið er sett saman i leiklistarform af Svavari Gests. Flytjendur Amma Guðrún Stephensen. Börnin sem tala við ömmu Ólafur Flosason og Dóra Björgvinsdöttir börnin sem syngja fyrir ömmu telpur úr melaskóla, Pabbi Guðmundur Jónsson,Jólasveinnin Ólafur Magnússon frá Mosfelli útsendingar og stjórnandi Magnús Pétursson , Orgelleikur Sigurður Ísólfsson. Gítarleikur karl Lilliendal. Bassaleikur Árni Scheving.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.